Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 16. apríl 2019 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea og Young buðu Messi upp á mörk
Mynd: Getty Images
Það eru liðnar rúmlega 20 mínútur í leik Barcelona og Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Staðan er 2-0 fyrir Barcelona og 3-0 í einvíginu samanlagt.

Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, skoraði bæði mörk Barcelona.

Bæði mörkin komu eftir mistök frá leikmönnum Manchester United; Ashley Young og David de Gea. Einn besti fótboltamaður sögunnar þarf yfirleitt engar gjafir.

Upphafsmínúturnar hafa verið tíðindamiklar. United byrjaði af miklum krafti og átti Marcus Rashford skot í slána á upphafsmínútunum. Svo fékk Barcelona dæma vítaspyrnu, sem var síðan ekki dæmd vítaspyrna þegar Felix Brych, dómari leiksins, skoðaði atvikið á myndbandi.

Messi kom Barcelona yfir á 16. mínútu eftir að Ashley Young hafði misst boltann klaufalega.

Messi skoraði aftur á 20. mínútu. Sárasaklaust skot hans fór undir De Gea í marki United. Mjög klaufalegt.

Staðan 2-0 fyrir Barcelona og staða United er mjög, mjög erfið.

Smelltu hér til að sjá fyrra markið

Smelltu hér til að sjá seinna markið



Athugasemdir
banner
banner
banner