þri 16. apríl 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Emery neyddist til að taka Torreira af velli
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: Getty Images
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, neyddist til þess að grípa Lucas Torreira af velli í 1-0 sigrinum gegn Watford í gær.

Arsenal vann baráttumikinn 1-0 sigur á Vicarage Road í gær en Pierre-Emerick Aubameyang gerði eina mark leiksins eftir slæm mistök frá Ben Foster.

Það leið ekki mínúta áður en Troy Deeney var búinn að fá rautt spjald fyrir að gefa Lucas Torreira olnbogaskot.

Emery tók Torreira af velli í hálfleik til þess að hlífa honum.

„Ég ákvað fyrst að taka Torreira að velli útaf andrúmsloftinu á vellinum eftir þetta rauða spjald," sagði Emery.

„Við ákváðum samt að hafa sömu taktík með Ramsey og Xhaka á mðjunni og Özil í holunni fyrir aftan sóknarmann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner