þri 16. apríl 2019 13:05
Elvar Geir Magnússon
Fernandinho tók ekki fullan þátt í æfingu í morgun
Fernandinho er mikilvægur fyrir Manchester City.
Fernandinho er mikilvægur fyrir Manchester City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði á fréttamannafundi í dag að hinn úkraínski Oleksander Zinchenko æfði ekki með liðinu í dag.

Þá var Fernandinho í rólegu prógrammi en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Þessi brasilíski miðjumaður er feykilega mikilvægur fyrir City.

Framundan er seinni leikurinn gegn Tottenham í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður á Etihad leikvangnum annað kvöld en Tottenham leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn.

Hjá Tottenham er Harry Kane á meiðslalistanum og Dele Alli er tæpur.

Manchester City mætir Tottenham tvisvar á einni viku en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Leikurinn á morgun verður öðruvísi en fyrri leikurinn. Við verðum að skora mörk og þurfum að stýra leiknum betur. Tottenham er magnað lið, sama þó það vanti Harry Kane," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

„Ég vil auðvitað vinna Meistaradeildina en hvað sem gerist á morgun þá er allavega öruggt að við verðum aftur með í keppninni á næsta tímabili. Ég óska leikmönnum og starfsliði til hamingju með það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner