Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. apríl 2019 10:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Daníel Hafsteinsson (KA)
Daníel Hafsteinsson
Daníel Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er spáð sjöunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.

Hjá KA er það miðjumaðurinn, Daníel Hafsteinsson sem sýnir á sér hina hliðina.

Þú getur keypt Daníel í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!

Gælunafn: Danni

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti mótsleikur með Dalvík/Reyni sumarið 2016.

Uppáhalds drykkur: Ísköld mjólk eða jafnvel ein pepsi vatn af og til..

Uppáhalds matsölustaður: Indian curry house hjá Múrdah mínum

Hvernig bíl áttu: Keyri um á susuki swift á samt ekki neitt í honum

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Flakka mikið á milli hef samt tekið Blue mountain state og inbetweeners seríurnar allavegana 3-4 sinnum þannig hly?t að hafa eitthvað extra gaman af þeim

Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur þannig séð, en hef mikið gaman af Flóna

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram

Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi á það til að henda í nokkra góða, Alli Axels er líka einn fyndnasti maður sem ég hef kynnst, Banter eftir Banter þar á bæ.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: hnetur, mars og karamelluídy?fu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Likekall"

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekki neitt sennilega, en það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að ég myndi fara yfir í 603

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho sennilega

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Titlaóði serbinn Slobodan Milisic, ótrúlegt að bakið haldi ennþá...

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þórs árgangurinn 99' gat verið frekar þreyttur stundum

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki 5-2 sigur á Þór í 2.flokki uppá hver kæmist upp úr B-deildinni.

Mestu vonbrigðin: En eftir að koma

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alex Þór Hauksson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Rífa þessa hlaupabraut og byggja hringstúku á Laugardalsvelli.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Sig

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Birkir Valur er alltaf með allt uppá 10

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er allavegana ekki laust sæti fyrir mig í Top friends hjá Torfa mínum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu eftirminnilegu í leik. Hins vegar áttu Björgvin Helgi Hannesson stórkostlega innkomu á æfingar sumarið 2016 í öðrum flokk. Bjöggi var búinn að mæta á nokkrar æfingar yfir sumarið og var búinn að standa sig mjög vel, eða allavegana
að eigin sögn. Hann var mest inní boxinu en á þessari æfingu var hann settur út á kant, hann fær boltann og rekur hann áfram upp hægri vænginn og enginn í 5 metra radíus frá honum og svo skyndilega hrynur hann niður eins og hann hafi verið skotinn. Allir á æfingunni stoppa og grenja úr hlátri í svona 5 mínútur áður en
Bjöggi fer stórslasaður útaf eftir að hafa rekið stóru tá í einu þúfunu á öllum vellinum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek einn þátt á netflix

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já mest með Handbolta og síðan á ég það alveg til að fylgjast með Golfi og Pílu þegar það er í boði.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Helt ég haffi ekertt verið sérsdakur í Íslensku.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Ekki glóru

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið einhverntíman í 5.flokki eða eitthvað svoleiðis, ég og Hjörvar Sigurgeirs vorum að senda á milli og æfingin var rétt að fara byrja og ég ákvað að taka eina seinustu sendinguna, chippaði háum bolta yfir alla sem endaði síðan beint í hnakkanum á Míló sem að snappaði
og lét mig hlaupa 5 hringi áður en ég mátti vera með. Þess má geta að ég hafði heyrt af öðrum strák sem gerði það sama nema þá datt gerviaugað úr gamla.. Þakka guði fyrir að hafa ekki verið viðstaddur þá.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Bjarni Aðalsteins og Biggi Bald væri gott kombó, myndi ekki leiðast með þeim. Síðan væri sennilega fínt að taka Alex Hauks með bara svona aðeins til að rífa upp greindvísitöluna.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Horfi nánast ekki neitt á fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner