Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. apríl 2019 09:27
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Juventus og Ajax
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 mætast Juventus og Ajax í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn í Hollandi endaði 1-1 þar sem Cristiano Ronaldo og David Neres skoruðu mörkin.

Ítalskir fjölmiðlar telja að Paulo Dybala muni byrja sem fremsti maður hjá Juventus í kvöld og ungstirnið Moise Kean byrji á bekknum.

Varnarmaðurinn Giorgio Chiellini missti af fyrri leiknum vegna meiðsla í kálfa og er ekki í klár í slaginn. Þá er Mario Mandzukic einnig fjarri góðu gamni en hann er meiddur í hné.

Juventus gæti spilað 3-5-2 eða 4-3-3 en líklegra er talið að síðarnefnda leikkerfið verði fyrir valinu. Federico Bernardeschi og Cristiano Ronaldo yðu þá líklega á vængjunum.

Bakvörðurinn Nicolas Tagliafico verður ekki með Ajax í kvöld vegna leikbanns en hollenska liðið hefur fengið verðskuldað lof fyrir frábæra spilamennsku í Meistaradeildinni.

Miðjumaðurinn Frenkie de Jong, sem fer til Barcelona í sumar, varð fyrir höggi í sigri gegn Excelsior um liðna helgi en hann tók fullan þátt í æfingu í gær og verður líklega í byrjunarliðinu.

Líkleg byrjunarlið:

Juventus (4-3-3): Szczesny; Cancelo, Bonucci, Rugani, Alex Sandro; Can, Pjanic, Matuidi; Bernardeschi, Dybala, Ronaldo

Ajax (4-3-3): Onana; Veltman, Blind, De Ligt, Mazraoui; De Jong, Van de Beek, Schöne; Neres, Tadic, Ziyech
Athugasemdir
banner
banner