Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 12:32
Elvar Geir Magnússon
Segir að Rashford sé ekki til sölu
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, hefur verið talsvert til umræðu í ensku götublöðunum en spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona eru sögð horfa til hans.

Í gær var því haldið fram að Barcelona væri tilbúið að gera 100 milljóna punda tilboð í Rashford.

Dwight Yorke, fyrrum leikmaður United, telur að enska félagið muni ekki hlusta á tilboð í Rashford.

„Ég tel að hann sé ekki til sölu, í hreinskilni sagt. Ég tel að hann sé að þróast vel hjá United sem stendur. Hann er heimastrákur sem kom í gegnum félagið og við erum mjög stolt af því sem hann hefur gert," sagði Yorke.

„Hann hefur barið sér leið á toppinn og er í stóru hlutverki undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann er enskur landsliðsmaður og einn af helstu leikmönnum liðsins. Ferillinn hans er á flugi hjá United og getur náð enn hærra."
Athugasemdir
banner
banner
banner