Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Getum komist þangað en höfum verk að vinna
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Lionel Messi er í hæsta gæðaflokki og hann gerði gæfumuninn," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 3-0 tap gegn Barcelona í seinni leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

United tapaði einvíginu samanlagt 4-0.

„Þegar staðan varð 2-0 strax eftir fyrsta markið þá var þetta búið," segir Solskjær.

„Messi er í öðrum gæðaflokki. Hann og Cristiano Ronaldo eru bestu leikmenn síðasta áratugar, allir eru sammála um það. Messi sýndi gæði sín."

„Við verðum að stefna á þann stað sem Barcelona er á. Við getum komist þangað en við höfum verk að vinna."

„Við viljum spila þessa leiki aftur á næsta ári og það eru því mikilvægir dagar framundan. Við megum ekki hugsa um hvað ef, við verðum að einbeita okkur að framhaldinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner