Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. apríl 2021 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi kominn í skemmtilegan hóp
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 25. mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gylfi skoraði tvennu í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Gylfi er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en hann spilaði fyrir félagið frá 2012 til 2014. Honum finnst greinilega ekki leiðinlegt að spila gegn sínum gömlu félögum. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í 5-4 sigri Everton á Spurs í bikarnum.

Íslendingurinn hefur spilað fyrir Everton frá árinu 2018 og er búinn að skora 25 mörk í úrvalsdeildinni fyrir félagið.

William Hill nefnir fjóra aðra leikmenn sem hafa skorað nákvæmlega 25 mörk fyrir Everton í deildinni; ekki slæmur hópur til að vera í.


Athugasemdir
banner