Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 09:33
Elvar Geir Magnússon
Pogba: Mourinho fer á móti leikmönnum og lætur þeim líða eins og þeir séu ekki til
Samband Pogba og Mourinho var stormasamt.
Samband Pogba og Mourinho var stormasamt.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba gagnrýnir harðlega hvernig Jose Mourinho kemur fram við leikmenn sína, hann segir að portúgalski stjórinn „fari á móti leikmönnum og lætur þeim líða eins og þeir séu ekki til lengur".

Mourinho var stjóri Manchester United þegar Pogba var gerður að dýrasta leikmanni heims. Samband þeirra tveggja var þó stormasamt áður en Mourinho var rekinn 2018 og Ole Gunnar Solskjær ráðinn.

„Samband mitt við Ole er öðruvísi því hann fer ekki upp á móti leikmönnum. Menn eru ekki lengur settir til hliðar og látið eins og þeir séu ekki lengur til. Ég tel að það sé stærsti munurinn á Mourinho og Ole," segir Pogba í viðtali við Sky Sports.

„Ég átti einu sinni gott samband við Mourinho og allir sáu það. Næsta dag vissi maður ekki hvað hefði gerst. Þetta var furðulegt samband við Mourinho. Ég get ekki útskýrt það því ég sjálfur skil það ekki."

Þessi ummæli Pogba koma eftir að United vann 3-1 sigur gegn Tottenham síðasta sunnudag. Solskjær og Mourinho áttu í orðaskiptum meðan á leik stóð og eftir hann.

„Ég er viss um að Mourinho hafi sagt eitthvað til að fá fram viðbrögð fólks. Hann gerir það. Við náðum í úrslitin sem við vildum. Ole veit það og við nutum þessarar stundar. Við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda," segir Pogba.

„Við einbeitum okkur að okkur sjálfum, við unnum leikinn en hann tapaði. Hann vill ekki tala um leikinn. Hann vill tala um pabba einhvers. Allir þekkja þetta, svona er Mourinho."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner