Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 16. maí 2018 08:05
Elvar Geir Magnússon
Arteta mjög nálægt því að taka við Arsenal
Powerade
Arteta hefur verið í þjálfarateymi Manchester City.
Arteta hefur verið í þjálfarateymi Manchester City.
Mynd: Getty Images
Mörg félög vilja Tierney.
Mörg félög vilja Tierney.
Mynd: Getty Images
Gerrard vill styrkja vörnina.
Gerrard vill styrkja vörnina.
Mynd: Rangers
Það er enginn skortur á slúðri.

Mikel Arteta (36), fyrrum miðjumaður Arsenal, er mjög nálægt því að verða næsti knattspyrnustjóri Arsenal. Viðræður hans við félagið hafa gengið vel og flest bendir til þess að hann taki við af Arsene Wenger. (Indepdendent)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er tilbúinn að ýta frá sér áhuga Chelsea þar sem hann er ánægður hjá núverandi félagi. (Star)

West Ham vill kaupa markvörðinn Tom Heaton (32) frá Burnley eftir vonbrigðin með Joe Hart (31) sem kom á láni frá Manchester City. (Sun)

Andres Iniesta (34), miðjumaður Spánar, hefur staðfest að það hafi aldrei komið til greina að fara til Manchester City þó Pep Guardiola, fyrrum þjálfari hans hjá Barcelona, hafi haft samband. (Radio Marca)

Arsenal hefur rætt við miðjumanninn Jean-Michael Seri (26) hjá Nice en hann er með 40 milljóna punda verðmiða á sér. Chelsea er þó talið líklegast til að krækja í þennan miðjumann Fílabeinsstrandarinnar. (Mirror)

Manchester United er bjartsýnt á að fá varnarmanninn Toby Alderweireld (29) frá Tottenham og er tilbúið að eyða meira en 40 milljónum punda í belgíska landsliðsmanninn. (Evening Standard)

Manchester United fær samkeppni frá Tottenham, Bournemouth og Atletico Madrid um skoska varnarmanninn Kieran Tierney (20) hjá Celtic. (Sun)

Ítalska félagið Inter mun gera tilboð í Ilkay Gundogan hjá Manchester City ef félagið kemst í Meistaradeildina. (Corriere dello Sport)

Harry Maguire (25), varnarmaður Leicester, segir að framtíð sín muni koma í ljós eftir HM. Mörg úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á enska landsliðsmanninum. (Mirror)

Newcastle ætlar að kaupa slóvaska markvörðinn Martin Dubravka (29) sem er á láni frá Sparta Prag. (Sun)

Everton þarf að borga 6 milljónir punda ef félagið rekur Sam Allardyce. Marco Silva, fyrrum stjóri Watford, er talinn líklegastur sem næsti stjóri á Goodison Park. (Express)

Liverpool ætlar að skrifa undir við miðjumanninn Christie-Davies (20) sem fékk ekki nýjan samning hjá Chelsea. (ESPN)

Steven Gerrard, nýr stjóri Rangers, vill bæta varnarleik síns liðs og hefur áhuga á enska miðverðinum Connor Goldson (25) hjá Brighton. (Scottish Sun)

Rangers hefur ekki gert tilboð í Martin Skrtel (33), fyrrum liðsfélaga Gerrard hjá Liverpool. Skrtel leikur fyrir Fenerbahce og Slóvakíu. (Scottsh Sun)

QPR í Championship-deildinni mun ráða Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, í stað Ian Holloway sem var rekinn í síðustu viku. (Sky Sports)

Manchester United er í viðræðum um enska vinstri bakvörðinn Matthew Bondswell (16) hjá Nottingham Forest. Honum hefur verið boðinn atvinnumannasamningu hjá Forest en ekki skrifað undir. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner