mið 16. maí 2018 15:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 4. sæti
Völsungur
Völsungi er spáð 4. sæti í 2. deild
Völsungi er spáð 4. sæti í 2. deild
Mynd: Aðsend
John Andrews er kominn aftur til Íslands og stýrir Völsungi
John Andrews er kominn aftur til Íslands og stýrir Völsungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Krista Eik (fyrir miðju) er mikilvæg í sóknarleik Völsungs
Krista Eik (fyrir miðju) er mikilvæg í sóknarleik Völsungs
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Frá leik Völsungs í fyrra
Frá leik Völsungs í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-7 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Völsungur, 67 stig
5. Tindastóll, 65 stig
6. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, 34 stig
7. Einherji, 28 stig
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

4. Völsungur

Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 2. deild

Þjálfarinn: Írinn John Andrews tók við Völsungi í byrjun árs og snýr aftur í íslenska boltann eftir 5 ára fjarveru. Hann þjálfaði kvennalið Aftureldingar með góðum árangri áður en hann hélt til Írlands og nú síðast Indlands þar sem hann sá um styrktarþjálfun hjá Liverpool-akademíunni og Dsk Shivajians.

Völsungur endaði í 5. sæti í 2. deild í fyrra en var þrátt fyrir það lengi í baráttunni um að komast upp um deild. Þrír af bestu leikmönnum síðasta tímabils eru þó farnar á brott. Hin unga Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er farin að láta að sér kveða með Breiðablik í Pepsi-deildinni og þær Allison Christine Cochran og spilandi þjálfarinn Kayla June Grimsley hafa einnig yfirgefið Húsavík. Þar munar um minna og krefjandi verk bíður nýja þjálfarans sem þarf að fá heimastelpurnar til að blómstra í stærri hlutverkum en áður. Þá hefur liðið fengið góðan liðsstyrk í þýska markverðinum Nadine Stonjek og Jóney Ósk Sigurjónsdóttir kemur með mikla reynslu með sér til baka til Völsungs eftir tvö ár í Keflavík.

Lykilmenn: Nadine Stonjek, Krista Eik Harðardóttir, Dagbjörg Ingvarsdóttir

John þjálfari um spánna, fótboltasumarið og endurkomuna í íslenska boltann:

„Ég á von á erfiðri deild. Ég hef ekki verið lengi á Íslandi og á erfitt með að segja til um hvar ég held við munum enda, en það eru góð lið í deildinni og ég býst við að þetta verði frábær áskorun fyrir okkur.“

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Það þýðir að á hverjum degi þurfum við að gera betur en í gær og takast á við áskoranir morgundagsins af krafti.“


En hverju má búast við í 2. deildinni í sumar?

„Ég hef bara séð 3-4 lið spila í ár og þau hafa öll verið góð. Ég á því von á mjög jöfnu og spennandi tímabili. Ég er líka ánægður með hvernig þjálfarar eru að vinna á Íslandi, frábært að sjá hversu mörg lið eru að reyna að spila leikinn á réttan hátt og ég hlakka til að sjá hvernig mótið spilast.“

John er vel þekktur í íslenska boltanum en hann spilaði áður með karlaliði Aftureldingar og þjálfaði svo kvennalið félagsins. Hann er nú mættur að nýju eftir 5 ára fjarveru. Hvernig er að vera kominn aftur?

„Ég held að allir viti að ég elska Ísland og saknaði þess þegar ég var á Írlandi og Indlandi. Húsavík er bær sem er þekktur fyrir að framleiða gott knattspyrnufólk.. Og það sem meira máli skiptir, góðar manneskjur, svo það er heiður að vera hér. Eftir brjálæðið á Indlandi er gott að vera í rólegheitum á Húsavík og einbeita sér að þjálfuninni.“

„Ég óska öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum sem koma að íslenska boltanum góðrar leiktíðar og er viss um að það sé frábært sumar í vændum. Áfram Ísland!“


Komnar:
Jóney Ósk Sigurjónsdóttir frá Keflavík
Nadine Stonjek frá Þýskalandi
Sandra Ósk Sævarsdóttir frá Þór
Una Kara Jónsdóttir frá KA

Farnar:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í Breiðablik
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir í Gróttu
Allison Christine Cochran
Kayla June Grimsley

Fyrstu leikir Völsungs:
18. maí Álftanes - Völsungur
31. maí Völsungur - Tindastóll
9. júní Augnablik - Völsungur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner