banner
   mið 16. maí 2018 17:51
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Marseille og Atletico Madrid: Úrslitaleikur í Lyon
Leikurinn hefst 18:45
Dimitri Payet, fyrirliði Marseille.
Dimitri Payet, fyrirliði Marseille.
Mynd: Getty Images
Simeone tekur út leikbann.
Simeone tekur út leikbann.
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet, fyrirliði Marseille, vonast til að sitt lið skrifi nafn sitt í sögubækurnar með því að vinna Atletico Madrid í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Lyon í kvöld.

Franska liðið er komið í sinn fyrsta Evrópuúrslitaleik síðan 2005 þegar það tapaði gegn Valencia í úrslitaleik UEFA Cup.

Atletico vann keppnina 2010 og 2012 og hefur síðan tapað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar.

Payet, sem er fyrrum miðjumaður West Ham, lagði upp bæði mörkin gegn Red Bull Salzburg í undanúrslitum en Atletico lagði Arsenal til að komast í úrslitaleikinn.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, verður í stúkunni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. Aðstoðarmaður hans, German Burgos, sér um að stýra frá hliðarlínunni.

„Það er leiðinlegt að vera ekki á hliðarlínunni en við höfum þekkt hvorn annan allt okkar líf og skiljum fótboltann á sama hátt. Ég hef alla trú á honum," segir Simeone.

Atletico hefur þegar tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili með því að enda í topp fjórum í La Liga en Marseille verður líka með í Meistaradeildinni ef liðið vinnur í kvöld.

Byrjunarlið Marseille: Mandanda, Rami, Amavi, Zambo, Sarr, Payet, Gustavo, Sanson, Thauvin, Ocampos, Germain.

Byrjunarlið Atletico Madrid: Oblak, Godín, Giménez, Hernández, Vrsaljko, Gabi, Koke, Saúl, Correa, Griezmann, Costa.

Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner