Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 16. maí 2018 16:45
Elvar Geir Magnússon
Emre Can ferðaðist með Liverpool til Marbella
Emre Can fór með til Marbella.
Emre Can fór með til Marbella.
Mynd: Getty Images
Emre Can ferðaðist með Liverpool hópnum í heita loftslagið á Marbella á Spáni þar sem undirbúningur fyrir leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fer fram.

Læknalið Liverpool verður með Can í sínum höndum og athugar hvort hann geti tekið einhvern þátt í úrslitaleiknum í Kænugarði 26. maí.

Þessi 24 ára Þjóðverji hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Samningur hans við Liverpool rennur út í sumar og talað er um að hann gangi þá í raðir Juventus.

Can spilaði síðast fyrir Liverpool um miðjan mars en fór meiddur af velli í leik gegn Watford.

James Milner ferðaðist einnig með Liverpool en hann hefur jafnað sig af vöðvameiðslum sem héldu honum frá 4-0 sigrinum gegn Brighton um síðustu helgi.

Liverpool verður í fjóra daga á Marbella.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner