Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 16. maí 2018 13:21
Magnús Már Einarsson
HM hópur Englands: Alexander-Arnold valinn
Skemmtilegt myndband kynnti hópinn
Trent Alexander-Arnold er í hópnum.
Trent Alexander-Arnold er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire er í hópnum.
Harry Maguire er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnti nú rétt í þessu 23 manna hóp sinn fyrir HM í Rússlandi. Hópurinn var kynntur með skemmtilegu myndbandi sem má sjá neðst í fréttinni.

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er í hópnum en þessi 19 ára gamli leikmaður á ennþá eftir að spila sinn fyrsta leik með A landsliði Englands.

Joe Hart markvörður West Ham og Jack Wilshere miðjumaður Arsenal eru ekki í hópnum en þeir spiluðu báðir leikinn fræga gegn Íslandi á EM 2016.

Hart og Wilshere komast ekki einu sinni á fimm manna biðlista en þar eru leikmenn sem verða kallaðir inn ef forföll verða. Adam Lallana, leikmaður Liverpool, er á biðlistanum.

Ruben Loftus-Cheek miðjumaður Chelsea og Nick Pope markvörður Burnley eru báðir í hópnum en þeir hafa lítið verið í landsliðinu hingað til.

Markmenn Jack Butland (Stoke), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Gary Cahill (Chelsea), Kyle Walker, John Stones (Manchester City), Harry Maguire (Leicester), Kieran Trippier, Danny Rose (Tottenham Hotspur), Phil Jones, Ashley Young (Manchester United).

Miðjumenn Eric Dier, Dele Alli (báðir Tottenham Hotspur), Jesse Lingard (Manchester United), Jordan Henderson (Liverpool), Fabian Delph (Manchester City), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea)

Sóknarmenn Jamie Vardy (Leicester), Marcus Rashford (Manchester United), Raheem Sterling (Manchester City), Danny Welbeck (Arsenal) Harry Kane (Tottenham)

Á biðlista Tom Heaton, James Tarkowski (Burnley), Lewis Cook (Bournemouth), Jake Livermore (West Brom) Adam Lallana (Liverpool).

Leikir Englands á HM
18. júní England - Túnis
24. júní England - Panama
28. júní England - Belgía

Athugasemdir
banner
banner
banner