Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 16. maí 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
KSÍ afgreiddi tæplega 250 félagaskipti á gluggadegi
Þorvaldur Ingimundarson starfsmaður KSÍ hafði nóg að gera að taka á móti fax skilaboðum með félagaskiptum í gær.
Þorvaldur Ingimundarson starfsmaður KSÍ hafði nóg að gera að taka á móti fax skilaboðum með félagaskiptum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Það var líf og fjör á skrifstofu KSÍ í gær og í gærkvöldi en félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði á miðnætti.

Félagaskiptaglugginn er nú lokaður til 15. júlí en þá opnar hann í tvær vikur fyrir síðari hluta sumars.

Alls afgreiddi skrifstofa KSÍ tæplega 250 skipti á gluggadeginum en verið var að afgreiða skipti langt fram eftir morgni í morgun.

Einhver skipti gætu bæst við á næstu dögum en félög hafa nokkra daga til að ganga frá pappírsmálum fyrir félagaskipti erlendis frá ef undirskrift leikmanns liggur fyrir áður en glugginn lokar.

Smelltu hér til að sjá öll félagaskiptin á gluggadeginum á vef KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner