Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 13:34
Magnús Már Einarsson
Óli Jó og Guðjón búnir að leysa ágreining sinn
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segir í viðtali við mbl.is að hann og Guðjón Pétur Lýðsson hafi leyst ágreining sín á milli og að leikmaðurinn mæti á æfingu í kvöld.

Guðjón óskaði í fyrradag eftir að fá að fara frá Val en í gær þar sem hann var ósáttur við spiltíma sinn á tímabilinu til þessa. Í gærkvöldi sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem var tilkynnt að Guðjón fari ekki fet.

Valur samþykkti tilboð frá bæði KA og ÍBV í Guðjón en hafnaði hins vegar tilboði frá KR.

„Við Guðjón Pét­ur urðum ósam­mála og það varð ágrein­ing­ur á milli okk­ar en ég hafði svo sam­band við hann í gær­kvöld og sagði hon­um að hann færi ekki neitt," sagði Óli Jó við mbl.is.

„Ég boðaði hann á minn fund og við rædd­um sam­an í morg­un. Við erum bún­ir að leysa mál­in og hann mæt­ir á æf­ingu í dag eins ekk­ert hafi í skorist."

Sjá einnig:
Tryggvi G: Heppnaðist ekki jafn vel og Guðjón ætlaði sér
Athugasemdir
banner
banner