banner
   mið 16. maí 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri hættir hjá Nantes
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri mun hætta sem þjálfari Nantes eftir tímabilið en félagið er um miðja deild, fimm stigum frá Evrópudeildarsæti, þegar einn leikur er eftir.

Samband Ranieri og Waldemar Kita, eiganda félagsins, var orðið stirt og gagnrýndu mennirnir hvorn annan í fjölmiðlum á tímabilum. Kita segir leiðir þó skilja í góðu.

Ranieri mætti ekki á árshátíð félagsins því hann 'fann ekki bílastæði' og flaug til London þess í stað til að 'skoða leka í þaki'.

Ranieri tók við Nantes síðasta sumar og er samningsbundinn þar til í júní 2019.

Liðinu gekk vel stærsta hluta tímabilsins og var í Evrópudeildarbaráttu en gengið tók að versna undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner