Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Tryggvi um félagaskipti Kára Árna: Þetta er svakalegt
Kári Árna er kominn heim í Víking.
Kári Árna er kominn heim í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svakalegt," segir Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um félagaskipti landsliðsmannsins Kára Árnasonar í Víking R.

Kári kvaddi Aberdeen í Skotlandi í gær og samdi við uppeldisfélag sitt Víking. Hann byrjar að spila með Víkingi eftir að hafa spilað með Íslandi á HM í Rússlandi.

„Það er alltaf gaman þegar menn koma heim aftur, ekki bara heim til Íslands heldur bæði heim í klúbbinn sinn. Hann og Sölvi (Geir Ottesen) hafa báðir gert það núna. Þetta er svaka styrkur fyrir Víking og það verður virkilega gaman að sjá þá félaga Kára og Sölva spila aftur."

„Ég var nokkuð hissa á þessum fréttum í gær. Ég hélt að hann væri að fara eitthvað annað en hann er 35 ára og kannski er þetta rétti tíminn til að koma heim og gera eitthvað. Enn einn atvinnumaðurinn er að koma heim í Pepsi-deildina og það er gaman að sjá hvað deildin er stútfull af nöfnum."

Kári og Birkir Már Sævarsson eru báðir að fara að spila með Íslandi á HM en þegar þeir koma heim eftir mótið í Rússlandi tekur við síðari hluti sumarsins í Pepsi-deildinni.

„Það verður gaman að sjá hvernig menn ná að stilla sig af. Spilandi við Messi eina vikuna og spila svo fyrir talsvert færri áhorfendur og á minna sviði í Pepsi-deildinni. Það þarf karakter til að stilla sig af hvað það varðar en ég hef trú á því að Kári sé með þann karakter," sagði Tryggvi.
Athugasemdir
banner
banner
banner