fim 16. maí 2019 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsti sigur Grindavíkur og Vals
Grindavík vann KR óvænt.
Grindavík vann KR óvænt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron var á skotskónum.
Aron var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin minnkaði muninn fyrir KR.
Björgvin minnkaði muninn fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri skoraði sigurmark Vals.
Orri skoraði sigurmark Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistararnir eru komnir á sigurbraut.
Íslandsmeistararnir eru komnir á sigurbraut.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vann óvæntan sigur á KR í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Valur er einnig komið á sigurbraut eftir erfiða byrjun.

Óvænt úrslit í Grindavík
Í Grindavík komu heimamenn á óvart og unnu KR-inga sem voru í heimsókn.

Alexander Veigar Þórarinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu eftir undirbúning frá Elias Tamburini. Leikmenn KR voru sofandi á verðinum og Grindavík nýtti sér það.

Stuttu síðar fékk Grindavík vítaspyrnu. Dómarinn mat það svo Pablo Punyed hefði brotið á Túfa og benti á vítapunktinn. Á punktinn fór Aron Jóhannsson og skoraði hann af miklu öryggi. Grindvíkingar með tveggja marka forystu og þannig var staðan í hálfleik.


Annar fyrrum Haukamaður var á skotskónum í Grindavík. Björgvin Stefánsson minnkaði muninn fyrir KR þegar um klukkutími var liðinn af leiknum.

KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en það tókst ekki og magnaður sigur Grindavíkur staðreynd suður með sjó.

Grindavík og KR eru bæði með fimm stig að þessum leik loknum. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í deildinni.

Fyrsti sigur Vals
Fyrr í kvöld vann HK sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni. Grindavík gerði það einnig og sömuleiðis Íslandsmeistarar Vals. Valsmenn sóttu Fylki heim í Árbæ.

Gengi Vals í upphafi móts hefur verið brösugt. Gary Martin hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Valur vill víst losa sig við hann. Gary var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld og byrjaði Kristinn Ingi Halldórsson frammi.


Valur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútur í Lautinni. Orri Sigurður Ómarsson. „ÞETTA ER EKKI LENGI AÐ GERAST!!!!
Hornspyrnan hjá Einari er góð og endar með miklu klafsi inní vítateig Fylkismanna. Það endar með að Orri Sigurður nær að koma boltanum yfir línuna. Draumabyrjun gestanna,"
sagði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ekki urðu mörkin fleiri. Fylkismenn voru sprækir í seinni hálfleik og skoruðu mark sem var dæmt af þegar lítið var eftir. Markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Valur fer upp í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig. Fylkir er í fimmta sæti með fimm stig.

Næsta umferð hefst næstkomandi sunnudag.

Grindavík 2 - 1 KR
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('24 )
2-0 Aron Jóhannsson ('30 , víti)
2-1 Björgvin Stefánsson ('61 )
Lestu nánar um leikinn

Fylkir 0 - 1 Valur
0-1 Orri Sigurður Ómarsson ('5 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner