Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. maí 2020 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins þrír betri en Eiður Smári hjá Chelsea frá árinu 2000
Eiður er í dag U21 landsliðsþjálfari Íslands.
Eiður er í dag U21 landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefmiðillinn Give Me Sport ákvað að gera lista yfir sóknarmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea frá árinu 2000 og raða þeim frá þeim versta til hins besta.

Aðeins leikmenn sem hafa spilað meira en tíu leiki frá árinu 2000 voru teknir til greina. Í heildina eru það 25 sóknarmenn.

Neðst á listanum eru Franco Di Santo, Radamel Falcao og Claudio Pizarro. Í efri hlutanum má svo auðvitað finna Eið Smára Guðjohnsen sem spilaði með Chelsea frá 2000 til 2006 áður en hann fór til Barcelona.

Eiður er nánar tiltekið í fjórða sæti. „Stórkostlegur leikmaður. Var keyptur fyrir 4,5 milljónir punda og skoraði 75 mörk á sex árum," er skrifað um fyrrum landsliðsfyrirliða Íslands.

Fyrir ofan Eið er Jimmy Floyd Hasselbaink, en þeir mynduðu á sínum tíma eitt öflugasta framherjatvíeyki ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tveimur efstu sætunum eru svo Diego Costa og Didier Drogba. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Drogba sé efstur.

Listann má skoða hérna og hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner