Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berbatov: Liverpool hefði ekki komið til baka fyrir luktum dyrum
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United og Tottenham, telur það hafa mikil sálræn áhrif á leikmenn að spila fyrir luktum dyrum.

Hann segist vera hlynntur því að fótbolti fari aftur af stað fyrir luktum dyrum en varar áhorfendur við að búast við breytingum.

„Liverpool hefði ekki komið til baka gegn Barcelona ef viðureign þeirra fyrir ári síðan hefði verið fyrir luktum dyrum. Þetta er ein stærsta endurkoma í sögu knattspyrnunnar," sagði Berbatov.

„Leikmenn Barcelona hljóta að vera ennþá að spá í þessu ári síðar, hvernig þeim tókst að detta út eftir að hafa unnið 3-0 á heimavelli. Þeir hafa nú líka komið til baka, eins og gegn PSG. Þetta er fegurðin við fótbolta."

Berbatov rifjaði upp þegar hann spilaði fyrir luktum dyrum á tíma sínum hjá Bayer Leverkusen. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig og aðra leikmenn.

„Þegar ég var hjá Leverkusen spilaði ég gegn Roma fyrir luktum dyrum og ég naut mín ekki. Það var augljóst að leikmenn nutu sín ekki jafn mikið. Manni leið eins og þetta væri æfingaleikur en við vorum í raun að spila í Meistaradeildinni.

„Það er mjög erfitt að halda einbeitingu án áhorfenda, manni líður eins og þetta sé æfing og viðbrögðin eru ekki jafn fullkomin. Maður þarf stöðugt að minna heilann á að þetta er ekki æfingaleikur."


Þýski boltinn fór af stað í dag án áhorfenda og voru tólf mörk skoruð í fyrstu fimm leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner