Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Darren Fletcher smeykur við veiruna - Gæti lagt skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Hinn 36 ára gamli Darren Fletcher gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Fletcher gerði garðinn frægan undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og lék svo fyrir West Brom í tvö og hálft ár áður en hann féll úr úrvalsdeildinni með Stoke City.

Fletcher, sem var fyrirliði skoska landsliðsins í tæpan áratug, segist vera smeykur vegna kórónuveirunnar og skilur aðra knattspyrnumenn sem eru ragir við að spila fótbolta.

„Ég elska að spila fótbolta en ég væri mjög hræddur við að spila þar sem ég er í áhættuhópi," segir Fletcher, sem greindist með sáraristilsbólgu fyrir níu árum síðan.

„Við erum langt frá því að vera búin að leysa ástandið. Leikmenn munu hafa miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldur sínar. Það þarf einhver að tryggja öryggi leikmanna og fjölskyldna þeirra - en hver getur gert það? Ég held að enginn geti það á þessum tímapunkti."

Fletcher hefur ekki spilað fótbolta síðan 13. mars 2019 og býst ekki við að byrja að spila aftur.

„Ég er ekki búinn að tilkynna neitt og ætla að bíða og sjá hvað gerist. Ég held ég sé loksins kominn á þann stað þar sem ég get sætt mig við að leggja skóna á hilluna."

Fletcher vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Man Utd og Meistaradeildina einu sinni. Hann var valinn í lið ársins í ensku deildinni 2009-10, þegar Man Utd endaði í öðru sæti eftir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner