Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gascoigne: Rooney reið ömmu - Ferdinand flúði lyfjapróf
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne var nálægt því að ganga í raðir Manchester United sumarið 1988. Hann var rétt skriðinn yfir tvítugt og talinn meðal efnilegustu miðjumanna Evópu.

Sir Alex Ferguson vildi ólmur fá hann til Man Utd og var Gascoigne búinn að gefa honum loforð um að ganga til liðs við Rauðu djöflana. Gascoigne sveik það loforð þegar eigandi Tottenham bauðst til að kaupa hús fyrir foreldra hans. Hann gekk í raðir Tottenham og var helsta stjarna liðsins í fjögur ár.

Gascoigne átti meðal annars eftir að spila fyrir Lazio, Rangers og Middlesbrough en óhófleg áfengisneysla eyðilagði ferilinn. Neysla hans fór langt úr böndunum, svo langt að ungir knattspyrnuunnendur þekkja hann útaf neyslunni en ekki hæfileikum hans á vellinum.

Ferguson hefur sagt að ferill og líf Gascoigne hefði tekið aðra stefnu hefði hann skrifað undir hjá Man Utd. Gascoigne er ekki sammála því og nefnir hann dæmi sér til stuðnings.

„Alex Ferguson segir að þetta hefði allt farið öðruvísi ef ég hefði skrifað undir hjá Man United," sagði Gascoigne samkvæmt The Athletic.

„Tja, Rio Ferdinand flúði andskotans lyfjapróf, Eric Cantona tveggja fóta tæklaði einhvern hálfvita í stúkunni í hálsinn, Wayne Rooney reið helvítis ömmu og Ryan Giggs reið svo konu fjárans bróðurs sins. Andskotinn maður."

Gascoigne spilaði yfir 250 leiki í enska boltanum. Hann skoraði 19 mörk í 37 leikjum á sínu besta tímabili hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner