Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir nýjan samning 42 ára gamall - Spilar alla leiki
Hilton, varnarmaður Montpellier.
Hilton, varnarmaður Montpellier.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnamaðurinn Hilton er búinn að skrifa undir eins árs framlengingu hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Montpellier.

Það vekur mikla athygli þar sem Hilton er 42 ára gamall og er þar af leiðandi elsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar.

„Ég veit að þetta er minn síðasti samningur og því er þetta mjög sérstakt fyrir mig. Mig dreymdi um að spila til fertugs en núna hef ég tækifæri að spila þangað til ég verð 43 ára," sagði Hilton.

Hilton kom til Montpellier sumarið 2011 og er hann enn byrjunarliðsmaður þrátt fyrir að vera kominn vel á aldur. Hann byrjaði alla leiki Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem kláraðist á dögunum.

Keppni í frönsku úrvalsdeildinni var hætt á dögunum vegna kórónuveirufaraldursins. PSG var afhentur meistaratitillinn og féllu Toulouse og Amiens úr deildinni.
Athugasemdir
banner
banner