Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. maí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giggs líkir Rabbi Matondo við James
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á Rabbi Matondo, þetta herma heimildir ManchesterEveningNews.

Rabbi er velskur vængmaður sem er á mála hjá Schalke í þýsku Bundesliga. Það yrði ekki fyrsti velski vængmaðurinn til að spila með United því Daniel James var keyptur til félagsins síðasta sumar og Ryan Giggs, landsliðsþjálfar Wales, lék með félaginu allan sinn feril.

Rabbi var á mála hjá Manchester City áður en hann hélt til Þýskalands og hefur hann heillað Giggs með hraða sínum.

„Ég var hissa á að hann fór til Schalke, hann er mjög hæfileikaríkur," sagði Giggs um Rabbi.

„Ef hann nær helmingnum af þeim árangri sem Sancho hefur náð til þessa verð ég glaður. Hann er eins og James, með gífurlegan hraða og það er alltaf áhugavert á að horfa."

„Að sjálfsögðu þarf hann að þróa sinn leik, hraðir kantmenn verða að vera með varaáætlun."

Athugasemdir
banner
banner
banner