Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kean misskildi stöðuna og er fullur iðrunar
Gylfi Þór Sigurðsson og Moise Kean.
Gylfi Þór Sigurðsson og Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Moise Kean, ítalskur sóknarmaður Everton, vissi ekki að hann væri að brjóta reglur um útgöngubann þegar hann hélt teiti í síðasta mánuði. Þetta kemur fram hjá The Athletic og öðrum fjölmiðlum á Bretlandseyjum.

Kean hélt partí í húsi sínu í Cheshire héraði og birti myndbönd í lokuðum Snapchat hóp sem rötuðu í bresk götublöð. Það sáust ungar konur meðal annars gefa kjöltudansa í myndböndunum.

Þetta gerðist allt saman þrátt fyrir strangar reglur um útgöngubann í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins. Í Bretlandi hafa rúmlega 236 þúsund manns smitast og tæplega 34 þúsund látist vegna veirunnar.

Í grein The Athletic segir að Kean sé sjái mjög eftir gjörðum sínum og að hann vissi hreinlega ekki að hann væri að brjóta reglur. Kean er enn að ná tökum á ensku og hann skildi ekki alveg hvað mátti og hvað mátti ekki.

Kean, sem er tvítugur að aldri, hefur átt erfitt með að aðlagast lífinu á Englandi frá því hann kom frá Juventus fyrir 25 milljónir punda síðasta sumar. Everton er hins vegar ekki tilbúið að gefast upp á sóknarmanninum unga alveg strax.
Athugasemdir
banner
banner