Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
L'Equipe: Rabiot vill fara til Everton
Rabiot er 25 ára gamall og kom við sögu í 24 leikjum á tímabilinu með Juve.
Rabiot er 25 ára gamall og kom við sögu í 24 leikjum á tímabilinu með Juve.
Mynd: Getty Images
L'Equipe heldur því fram að franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot muni skipta yfir til Everton í sumar.

Rabiot var falur á frjálsri sölu síðasta sumar og eftir langa baráttu á milli stærstu félaga Evrópu endaði hann uppi hjá Ítalíumeisturum Juventus.

Honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði Juve og telur Maurizio Sarri hann ekki vera mikilvægan leikmann fyrir liðið. Rabiot vill því skipta um félag sem fyrst og hafa Everton og Manchester United verið nefnd til sögunnar.

L'Equipe heldur því fram að Rabiot vilji frekar ganga í raðir Everton, þar sem hann myndi spila við hlið Andre Gomes á miðjunni undir stjórn Carlo Ancelotti. Þessi félagaskipti gætu breytt hlutverki Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, en hann hefur legið undir mikilli gagnrýni á leiktíðinni.

Hinn kosturinn, Man Utd, virðist þó ekki slæmur þar sem Rabiot gæti spilað með samlöndum sínum Paul Pogba og Anthony Martial. Lucas Digne og Morgan Schneiderlin eru Frakkarnir í liði Everton, auk Djibril Sidibe sem er hjá félaginu á lánssamningi með kaupmöguleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner