Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 16. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lið í Serie A mega æfa saman á mánudaginn
Mynd: Getty Images
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, staðfesti fyrr í dag að knattspyrnufélög mega æfa saman að nýju í fyrsta sinn síðan ítalski boltinn var frystur vegna kórónuveirunnar 9. mars.

Ítölsk félög mættu til æfinga fyrsta mánudaginn í maí og hafa leikmenn verið að sinna einstaklingsæfingum til að virða tveggja metra regluna svokölluðu.

Næsta mánudag, 18. maí, mega leikmenn byrja að æfa í smáum hópum. „Frá og með 18. maí munu búðir, hárgreiðslustofur, snyrtistofur, barir, veitingastaðir, söfn og æfingar fótboltaliða fara aftur í gang," sagði Conte í ávarpi sínu til ítölsku þjóðarinnar í dag.

Engin dagsetning hefur verið samþykkt en stefnt er að hefja keppni í Serie A að nýju 13. eða 20. júní.

Mikil spenna er fyrir lokahnykkinn í ítölsku toppbaráttunni þar sem margfaldir Ítalíumeistarar Juventus eru aðeins með eins stigs forystu á Lazio.
Athugasemdir
banner
banner
banner