Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. maí 2020 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Gott bil á milli varamanna sem eru með grímur
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Dortmund og Schalke ásamt fjórum öðrum leikjum í þýsku úrvalsdeildinni.

Þýska úrvalsdeildin var að hefjast aftur í dag, en Þjóðverjar hafa gert vel í því að tækla kórónuveirufaraldurinn.

Engir áhorfendur eru á vellinum og því heyrast köll þjálfara og samskipti leikmanna vel til áhorfenda heima í stofu. Áhorfenda er auðvitað saknað, en svona verður þetta að vera svo hægt sé að spila.

Einnig eru aðrar reglur í gildi. Boltinn er sótthreinsaður fyrir leik og í hálfleik og þá þurfa vararmennirnir að virða tveggja metra regluna á varamannabekknum. Varamennirnir eru einnig með grímur, en leikmennirnir inn á eru ekki með grímur.

Hér að neðan má sjá mynd af varamönnum Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner