lau 16. maí 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville um Klopp: Himinlifandi að hann hlusti á mig
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sérfræðingur á Sky og fyrrum leikmaður Manchester United, hefur svarað ummælum sem Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, lét frá sér.

Klopp var í viðtali hjá BBC og var hann spurður að því hvort að hann hefði lært eitthvað nýtt undanfarnar vikur.

Hann sagði: „Ég lærði ekki mikið í útgöngubanninu fyrir utan það að Gary Neville hefur skoðanir á gjörsamlega öllu."

Neville hefur verið mikið í umræðuþáttum hjá Sky undanfarnar vikur auk þess sem hann hikar ekki við að segja skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter.

Neville tók alls ekki illa í þessi ummæli Klopp. „Ég er himinlifandi með að hann hafi verið að hlusta á mig," sagði Neville léttur á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner