banner
   lau 16. maí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son mættur aftur til London eftir herþjálfun í Suður-Kóreu
Son Heung-min hefur lokið herþjálfun.
Son Heung-min hefur lokið herþjálfun.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, sóknarmaður Tottenham, er kominn aftur til Lundúna eftir að hafa lokið þriggja vikna herþjálfun í heimalandi sínu, Suður-Kóreu.

Son vann Asíuleikana með landsliði Suður-Kóreu 2018 og vann sér þannig inn leyfi til að sleppa hefðbundinni herskyldu sem varir í tæp tvö ár.

Þess í stað þurfti hann að ljúka þessu grunnnámskeiði, auk þess að þurfa að skila inn 544 klukkustundum af sjálfboðaliðastarfi á næstu þremur árum.

Son stóð sig vel í þjálfuninni og hlaut Pilseung verðlaunin fyrir að vera meðal einkunnahæstu hermanna í 157 manna hópi.

Hinn 27 ára gamli Son þarf að sögn BBC einangrun nema að hann greinist með kórónuveiruna. Hann má byrja að æfa þegar æfingar hefjast. Son er klár í slaginn eftir að hafa handarbrotnað í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner