Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bruce: Leikmenn þurfa sex vikna undirbúning
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United, er ekki hlynntur því að enska úrvalsdeildin fari aftur af stað 13. júní eins og stefnt er að.

Bruce telur leikmenn ekki geta verið tilbúna í slaginn á svo skömmum og vill frekar að deildin fari af stað síðustu helgina í júní. Hann segir aðra úrvalsdeildarstjóra vera sammála sér.

„Fólk verður að muna að leikmenn eru búnir að vera í átta vikna fríi. Það er lengsta pása sem einhverjir af þessum leikmönnum hafa nokkurn tímann upplifað á ferlinum. Ef þetta væri venjulegt undirbúningstímabil þá fengum við sex vikur og kannski sex æfingaleiki. Ef leikmenn mæta óundirbúnir til leiks getum við búist við að þeir hrynji niður meiddir," sagði Bruce við Telegraph fyrr í kvöld.

„Flestir stjórar eru sammála mér; leikmenn þurfa meiri tíma til að koma sér í stand. Við þurfum minnst sex vikur, ég sé ekki hvernig leikmenn eigi að geta spilað keppnisleik fyrr en í lok júní í fyrsta lagi."

Það eru skiptar skoðanir um endurræsingu tímabilsins innan enska knattspyrnuheimsins og hafa menn á borð við Troy Deeney, Glen Murray og Danny Rose kallað eftir því að tímabilinu verði seinkað eða það verði einfaldlega ógilt.

„Allir hafa ástæður fyrir sínum skoðunum en að mínu mati þá er hættan á að smitast af kórónuveirunni gríðarlega lág innan fótboltaheimsins. Tekið er allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir og ég held að maður sé í meiri hættu á að fara út í búð eða dæla bensíni heldur en að mæta á fótboltaæfingu.

„Auk þess erum við í þeirri forréttindastöðu að geta prófað alla leikmenn og starfsmenn reglulega. Leikmenn geta verið prófaðir á þriggja daga fresti og ef sýni kemur jákvætt verður leikmaður sendur í einangrun. Hann má ekki snúa aftur til æfinga fyrr en hann hefur skilað inn tveimur neikvæðum sýnum.

„Ef leikmaður er smeykur og neitar að spila þá mun ég sýna því skilning."

Athugasemdir
banner
banner
banner