banner
   lau 16. maí 2020 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Fótboltinn hafinn - Dortmund fór illa með erkifjendurna
Svona er fagnað árið 2020.
Svona er fagnað árið 2020.
Mynd: Getty Images
Samúel Kári var ekki með...
Samúel Kári var ekki með...
Mynd: Mirko Kappes
Og ekki Alfreð heldur.
Og ekki Alfreð heldur.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund fer gríðarlega vel af stað eftir langt hlé í þýsku úrvalsdeildinni. Bundesligan fór aftur af stað á þessum laugardegi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins ömurlega.

Þýska úrvalsdeildin er sú fyrsta af stærstu deildunum Evrópu sem byrjar aftur, en leikið er á bak við luktar dyr, boltinn er sótthreinsaður og gott bil er á milli varamanna á varamannabekknum. Varamennirnir eru einnig með grímur.

Það var blásið til veislu strax í dag þar sem erkifjendurnir Borussia Dortmund og Schalke áttust við í Dortmund. Heimamenn voru mikið sterkari heilt yfir og unnu rosalega sannfærandi sigur.

Erling Braut Haaland er áfram í sama hama og fyrir hléið. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu og fagnaði því á áhugaverðan hátt; tveggja metra reglan virt. Staðan í hálfleik var 2-0 því bakvörðurinn Raphael Guerreiro skoraði stuttu fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleiknum bættu Thorgan Hazard og Guerreiro við mörkum og lokaniðurstaðan 4-0 sigur fyrir Dortmund sem er núna einu stigi frá toppliði Bayern München. Schalke fer niður í áttunda sæti eftir þetta tap.

Íslendingaliðin tvö, Augsburg og Paderborn, spiluðu án Íslendinga í dag. Samúel Kári Friðjónsson og Alfreð Finnbogason eru báðir meiddir. Paderborn, sem er á botninum, gerði markalaust jafntefli við Fortuna Dusseldorf í fallbaráttuslag, en á meðan tapaði Augsburg gegn Wolfsburg.

Hertha Berlín byrjar vel undir stjórn Bruno Labbadia, en RB Leipzig fer ekki vel af stað eftir hléið. Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru og hérna má sjá stöðutöfluna.

Borussia D. 4 - 0 Schalke 04
1-0 Erling Haland ('29 )
2-0 Raphael Guerreiro ('45 )
3-0 Thorgan Hazard ('48 )
4-0 Raphael Guerreiro ('63 )

RB Leipzig 1 - 1 Freiburg
0-1 Manuel Gulde ('34 )
1-1 Yussuf Poulsen ('77 )

Hoffenheim 0 - 3 Hertha
0-1 Kevin Akpoguma ('58 , sjálfsmark)
0-2 Vedad Ibisevic ('60 )
0-3 Matheus Cunha ('74 )

Fortuna Dusseldorf 0 - 0 Paderborn

Augsburg 1 - 2 Wolfsburg
0-1 Renato Steffen ('43 )
1-1 John Brooks ('54 , sjálfsmark)
1-2 Daniel Ginczek ('90 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner