Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. maí 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Frankfurt réði ekki við Gladbach
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 1 - 3 Borussia Mönchengladbach
0-1 Alassane Plea ('1)
0-2 Marcus Thuram ('7)
0-3 Rami Bensebaini ('72, víti)
1-3 Andre Silva ('81)

Gladbach er komið uppfyrir RB Leipzig og í þriðja sæti þýsku deildarinnar eftir góðan sigur gegn Frankfurt í dag.

Frönsku framherjarnir Alassane Plea og Marcus Thuram skoruðu fyrstu mörkin snemma leiks og verðskulduðu gestirnir að fara inn í leikhlé með tveggja marka forystu.

Heimamenn fundu engin svör í síðari hálfleik og gerði Rami Bensebaini út um viðureignina með marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Portúgalski sóknarmaðurinn Andre Silva minnkaði muninn á 81. mínútu en það dugði ekki til.

Gladbach er þremur stigum frá toppliði FC Bayern, sem á leik til góða, eftir sigurinn.
Þetta var fjórða tap Frankfurt í röð og er liðið fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner