Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. maí 2020 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Íslendingaliðin töpuðu - Fékk rautt eftir fjórar mínútur
Guðlaugur Victor hefur átt gott tímabil í Þýskalandi.
Guðlaugur Victor hefur átt gott tímabil í Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í upphafsflaut í leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni, en nú þegar eru allir leikir dagsins í þýsku B-deildinni búnir.

Guðlaugur Victor Pálsson, sem hefur átt mjög gott tímabil, var í byrjunarliði Darmstadt og spilaði allan leikinn í tapi á útivelli gegn Karlsruher SC.

Frekar óvænt tap fyrir Darmstadt sem er í sjöunda sæti deildarinnar á meðan Karlsruher er í 16. sætinu.

Rúrik Gíslason spilaði ekki með Sandhausen vegna meiðsla er liðið tapaði á útivelli gegn Erzgebirge Aue, 3-1. Leikurinn byrjaði af miklum krafti því eftir aðeins fjórar mínútur fékk Dennis Diekmeier, leikmaður Sandhausen, beint rautt spjald fyrir brot innan teigs. Erzgebirge Aue skoraði úr vítaspyrnunni.

Sandhausen er í 14. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Ekki alveg nægilega góður dagur fyrir Íslendingafélögin sem eiga bæði eftir að spila átta leiki í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner