Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. maí 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villarreal og Getafe neita að hafa hagrætt úrslitum
Mynd: Getty Images
Spænsku úrvalsdeildarfélögin Villarreal og Getafe neita að hafa gert eitthvað rangt, en spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að lögreglurannsókn er í gangi vegna mögulegrar hagræðingu á úrslitum í leik liðanna á síðasta ári.

Dagblaðið El Pais sagði frá því að verið sé að skoða leikinn sem hluta af Operation Oikos, sem hófst í fyrra og leiddi til þess að 11 einstaklingar voru handteknir og grunaðir um að hafa stofnað hóp til að hagræða úrslitum og græða á því með að veðja á leiki.

Umræddur leikur Villarreal og Getafe var í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann endaði með 2-2 jafntefli.

Bæði félög sendu frá sér yfirlýsingar þar sem þau neituðu ásökunum. Getafe varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast í Meistaradeildina, en Villarreal hafði engu að keppa. Sigur Valencia á Real Valladolid á sama degi þýddi það hins vegar Getafe hefði ekki komist í Meistaradeildina þrátt fyrir sigur á Villarreal.

Í síðasta mánuði voru voru tveir fyrrum leikmenn Real Betis og fimm fyrrum stjórnarmenn Osasuna dæmdir í fangelsi fyrir spillingu.
Athugasemdir
banner
banner