Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2022 21:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Draumur Arsenal um að komast í Meistaradeildina líklega úti
Bukayo Saka og félagar spila líklega í Evrópudeildinni á næsta tímabili
Bukayo Saka og félagar spila líklega í Evrópudeildinni á næsta tímabili
Mynd: EPA
Leikmenn Newcastle leyfðu sér að fagna
Leikmenn Newcastle leyfðu sér að fagna
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 0 Arsenal
1-0 Ben White ('56 , sjálfsmark)
2-0 Bruno Guimaraes ('85 )

Arsenal tapaði fyrir Newcastle United, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni á St. James' Park í kvöld en þetta þýðir að draumur Arsenal um að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili er líklega úti.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum. Newcastle spilaði ágætis fótbolta og átti besta færið en Aaron Ramsdale sá við skoti Allan Saint-Maximin.

Takehiro Tomiyasu fór þá meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiksins og kom Cedric Soares inn fyrir hann.

Arsenal varð fyrir miklu áfalli á 56. mínútu er Ben White stýrði fyrirgjöf Joelinton í eigið net. Callum Wilson var klár í að taka við fyrirgjöfinni en White var á undan með lappirnar í boltann.

Newcastle var alltaf líklegra að bæta við öðru en Arsenal að jafna og kom annað markið undir lokin. Dan Burn stakk boltanum inn fyrir á Wilson en Ramsdale mætti út og sá við honum. Það vildi ekki betur til en að boltinn hafnaði fyrir lappirnar á Bruno Guimaraes sem skoraði.

Lokatölur 2-0 fyrir Newcastle sem er nú með 46 stig í 12. sæti en Arsenal í 5. sæti með 66 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham fyrir lokaumferðina.

Tottenham getur komið sér í Meistaradeildina er liðið mætir Norwich á útivelli um helgina á meðan Arsenal spilar við Everton á Emirates.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner