banner
   lau 16. júní 2018 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Bjóst ekki við að dómarinn myndi tækla mig
Icelandair
Marciniak að störfum í dag.
Marciniak að störfum í dag.
Mynd: Getty Images
Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson lék 75 mínútur í fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramótinu, þegar Ísland mætti Argentínu.

Aron Einar hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur og mikil óvissa ríkti um þátttöku Arons á HM. Hann náði þó að leiða liðið inn í leiknum og spilaði frábærlega að venju.

Í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur hjá RÚV eftir leikinn sagðist Aron vera góður í líkamanum.

„Líkaminn er flottur. Ég er ánægður með hvernig þessi leikur spilaðist. Ég er ánægður með hvernig formi ég er í," sagði Aron en hann lendi í skondnu atviki í leiknum þegar dómarinn Szymon Marciniak fór óvart utan í hann.

„Ég bjóst ekki við því að dómarinn myndi tækla mig," sagði fyrirliðinn léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner