Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. júní 2018 19:00
Gunnar Logi Gylfason
Clattenburg og Neville gagnrýna VAR eftir Íslandsleikinn
Clattenburg dæmir nú í Sádí-Arabíu
Clattenburg dæmir nú í Sádí-Arabíu
Mynd: Getty Images
Gary Neville, Patrice Evra, Henrik Larsson og Mark Clattenburg ræddu málin eftir leik Íslands og Argentínu á ITV þar sem Íslendingar börðust hetjulega og uppskáru jafntefli gegn Messi og félögum.

Þeir skoðuðu vítaspyrnudóminn sem Hörður Björgvin Magnússon fékk á sig. Hannes Þór Halldórsson varði vítið frá Lionel Messi en Neville og Clattenburg voru sammála um að ekki hefði átt að dæma víti.

Þeir skoðuðu endursýningar af atvikinu og benda á að Maximiliano Meza rak hægri fótinn út í Hörð Björgvin og þar með hafi ekki átt að dæma víti.

Seinna í leiknum var Birkir Már Sævarsson heppinn að fá ekki dæmt á sig víti en það leit út fyrir að Pólverjinn Szymon Marciniak, dómari leiksins, hafi talið sóknarmanninn vera með leikaraskap.

Henrik Larsson gagnrýndi þá ákvörðun að ekki skyldi VAR myndbandsupptökutæknin vera notuð í það skipti þar sem sást að víti hefði átt að dæma.

Við Íslendingar kvörtum þó ekki en myndband af þessari umræðu má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner