lau 16. júní 2018 14:55
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Hannes maður leiksins
Icelandair
Marki Íslands fagnað.
Marki Íslands fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði 1-1 jafntefli við stórlið Argentínu í fyrsta leik HM í dag.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net beint frá Moskvu.



Hannes Þór Halldórsson 10 - Maður leiksins
Stórbrotinn frammistaða. Varði vítaspyrnu Messi og var með allt upp á 10. Átti rosalega vörslu undir lokin líka. Gat ekkert gert í marki Aguero.

Birkir Már Sævarsson 8
Óx ásmeginn eftir því sem leið á leikinn. Duglegur að komast fyrir boltann.

Ragnar Sigurðsson 8
Var eins og klettur í vörninni eins og oft áður. Missti Aguero hins vegar frá sér í markinu.

Kári Árnason 9
Argentínumenn réðu ekkert við hann í loftinu. Frábær leikur hjá Kára.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Skilaði fínu dagsverki. Fékk á sig klaufalegt víti og dettur niður í einkunn við það.

Jóhann Berg Guðmundsson 7 ('62)
Varð að fara meiddur af velli eftir rúman klukkutíma. Góður varnarlega en fékk boltann ekki nógu mikið sóknarlega.

Aron Einar Gunnarsson 9 ('75)
Það var ekki að sjá að Aron hefði verið frá keppni síðustu vikurnar. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Stoppaði margar sóknir og gekk vel í baráttunni við Messi.

Emil Hallfreðsson 9
Einn af betri landsleikjum Emils. Mjög drjúgur á miðjunni allan leikinn. Píndi sig í gegnum lokamínúturnar þrátt fyrir að eiga lítið eftir á tanknum.

Birkir Bjarnason 7
Sinnir óeigingjarnri varnarvinnu þegar Hörður fer fram í skallaboltana. Gerði það vel. Klikkaði á dauðafæri í byrjun leiks.

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Skapaði alltaf hættu þegar hann fékk boltann. Átti stóran þátt í marki Alfreðs.

Alfreð Finnbogason 9 ('89)
Skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Var duglegur í baráttunni frammi.

Varamenn

Rúrik Gíslason ('62) 8
Kom mjög grimmur inn á. Flott frammistaða.

Ari Freyr Skúlason ('75)
Spilaði of stutt til að á einkunn.

Björn Bergmann Sigurðarson ('89)
Spilaði of stutt til að á einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner