Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. júní 2018 17:49
Elvar Geir Magnússon
Gylfi: Óþarfa séns að vera svona mikið í vörn
Icelandair
Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi svekktur eftir mark Argentínu.
Gylfi svekktur eftir mark Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær tilfinning. Þetta var mjög erfiður leikur þar sem var mikið um varnarhlaup, færslur og svo framvegis. Þetta voru mjög jákvæð úrslit og varnarleikurinn var frábær," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 1-1 jafnteflii við Argentínu í dag.

„Ég man ekki eftir mikið dauðafærum sem þeir sköpuðu sér. Á móti þessum leikmönnum held ég að við höfum varist mjög vel saman sem lið."

Íslenska liðið varðist nánast allan leikinn en verður það skemmtilegt fyrir leikmenn þegar gengur svona vel?

„Já og nei," sagði Gylfi og brosti. „Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta eins og allir en við trúum allir á þetta. Við vitum að við getum náð í góð úrslit með þessu. Við erum góðir í föstum leikatriðum og skyndisóknum og við vitum að við þurfum að verjast vel á móti svona þjóðum."

Hvar raðar Gylfi þessum úrslitum á lista yfir bestu úrslit landsliðsins undanfarin ár? „Þetta eru mjög svipuð úrslit og á móti Portúgal. Sigurinn á móti Englandi er sigur en þetta var bara einn punktur hér. Við erum mjög ánægðir en þetta var bara eitt stig."

„Við vorum gríðarlega sáttir miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Hannes ver víti og við vorum allir rosalega ánægðir með það hvernig við vörðumst. Við teljum að við getum spilað betri sóknarleik."


Gylfi hljóp mest allra í liði Íslands í leiknum í dag. „Þetta er gríðarlega erfitt. Við erum 70% af leiknum í nauðvörn og 20% í venjulegri vörn. Það er óþarfa séns að vera svona mikið í vörn. Við erum með lið sem getur spilað boltanum. Þetta er erfitt þegar hitt liðið er komið inn á okkar vallarhelming og við erum mjög aftarlega þegar við vinnum boltann."

„Mér fannst við vera fínir fyrstu 30-35 mínúturnar. Við náðum að krossa og setja smá spurninagmerki við vörnina hjá þeim. Við skoruðum og fengum færi en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik."


Næsti leikur Íslands er við Nígeríu en möguleikarnir á að fara áfram eru til staðar.

„Það er mjög mikið eftir. Markmiðið var að ná í stig hérna í kvöld. Við erum í fínum málum en þurfum að standa okkur í næstu tveimur leikjum," sagði Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner