Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. júní 2018 15:29
Magnús Már Einarsson
Hannes: Ertu frændi Cristiano Ronaldo?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, var spurður af erlendum fréttamanni á fréttamannafundi eftir 1-1 jafntefli og Argentínu í kvöld af hverju Ísland fagnaði jafnteflinu í leikslok. Hannes svaraði með alvöru stungu.

„Ertu frændi Cristiano Ronaldo?" sagði Hannes að bragði og vísaði þar í ummæli Ronaldo eftir 1-1 jafntefli Íslands og Portugal á EM þar sem hann sagði að Ísland væri með hugarfar smáliðs eftir ða hafa fagnað jafntefli eftir þann leik.

„Þetta er stórt jafntefli fyrir okkur. Við fundum það á EM hvað það er mikilvægt að komst strax á blað ef við ætlum að ná markmiði okkar og komast áfram úr riðlinum."

„Við vorum að spila gegn einu besta liði í heimi og gegn besta leikmanni heims. Eins og við fögnuðum gegn Cristiano Ronaldo og Portúgal þá fögnum við stiginu gegn Argentínu og Lionel Messi."

Athugasemdir
banner
banner
banner