Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 15:51
Magnús Már Einarsson
Heimir hrósaði Aroni: Verður ennþá klárari gegn Nígeríu
Icelandair
Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona hans glöð eftir leik.
Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona hans glöð eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mjög ánægður með frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu í dag.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann átti mjög góðan dag á miðjunni í dag.

„Ég sagði fyrir leikinn að hann er leiðtoginn í liðinu innan sem utan vallar. Fótboltalega séð og hugarfarslega séð. Þó hann hefði ekki verið 100% þá hefðum við eflaust hugað um að láta hann spila því pressan hans gefur okkur svo mikið. Þú þarft kakarakterinn í fyrirliðanum. Hann ýtir leikmönnum áfram og hann átti frábæran leik," sagði Heimir á fréttamannafundi eftir leik.

Aron spilaði 75 mínútur áður en hann fór af velli. Heimir segir það ekki hafa verið vegna meiðsla.

„Hann er ekki meiddur og hann verður ennþá klárari gegn Nígeríu eftir viku. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá honum og öllum öðrum. Ég get ekki tekið einn leikmann út hjá okkur í dag," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner