Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 16. júní 2018 17:59
Gunnar Logi Gylfason
HM: Danir byrja á sigri
Danir byrjar HM á sigri
Danir byrjar HM á sigri
Mynd: Getty Images
Kasper var sáttur með stigin þrjú.
Kasper var sáttur með stigin þrjú.
Mynd: Getty Images
Cuevas klúðraði vítaspyrnu eftir furðulegt tilhlaup.
Cuevas klúðraði vítaspyrnu eftir furðulegt tilhlaup.
Mynd: Getty Images
Perúmenn gráta tapið.
Perúmenn gráta tapið.
Mynd: Getty Images
Perú 0-1 Danmörk
0-1 Yussuf Poulsen ('59)

Perú og Danmörk mættust í öðrum leik C-riðils á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag og voru það frændur okkar Danir sem fóru með sigur af hólmi.

Leikurinn var í dag var fyrsti leikur Perú á HM síðan árið 1982.

Perúbúar klikkuðu á víti
Danir voru meira með boltann í fyrri hálfleik og sóttu meira án þess þó að koma knettinum í markið. Það voru þó Perúbúar sem áttu möguleika á að fara inn í hálfleikinn með forystu er þeir fengu vítaspyrnu þar sem dómari leiksins, Bakary Papa Gassama, notaðist við myndbandsupptökutæknina.

Á punktinn steig Christian Cueva á móti Kasper Schmeichel í marki Dana. Cueva skaut knettinum langt yfir mark Dana og fóru liðin því jöfn inn í hálfleikinn.


Danir sterkari í síðari hálfleik
Eftir tæplega stundarfjórðungs leik í seinni hálfleik komust Danir yfir með marki frá Yussuf Poulsen eftir góða skyndisókn en Christian Eriksen, leikmaður Tottenham, lagði markið upp.


Perúbúar hresstust eftir mark Dana og sóttu meira. Bæði lið fengu þó mjög góð færi til að bæta við mörkum en erfiðlega gekk fyrir liðin að bæta við mörkum í leikinn.

Með því að halda hreinu bætti Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, met Peter Schmeichel, föður síns, frá árinu 1995 með því að halda hreinu í fimm leikjum.

Hvað þýða þessi úrslit?
Danir jafna Frakka að stigum en Perúbúar eru stigalausir, rétt eins og Ástralir, eftir fyrsta leik. Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur þar sem flestir spáðu því að þetta væru liðin sem yrðu í baráttunni um 2. sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner