Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. júní 2018 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Pogba hetja Frakka - VAR kom við sögu
Mynd: Getty Images
Griezmann kom Frökkum yfir.
Griezmann kom Frökkum yfir.
Mynd: Getty Images
Jedinak jafnaði.
Jedinak jafnaði.
Mynd: Getty Images
En Pogba var hetjan.
En Pogba var hetjan.
Mynd: Getty Images
Frakkland 2 - 1 Ástralía
1-0 Antoine Griezmann ('58 , víti)
1-1 Mile Jedinak ('62 , víti)
2-1 Paul Pogba ('80 )

Leikurinn á milli Frakklands og Ástralíu í Kazan var jafnari en menn bjuggust við fyrir fram.

Ástralir voru mjög þéttir fyrir sérstaklega í fyrri hálfleiknum og gáfu fá færi á sér. Staðan var markalaus í hálfleik.

Fjörugur VAR seinni hálfleikur
Það var ekki stundarfjórðungur liðinn af seinni hálfleiknum þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Það skoraði Antoine Griezmann úr umdeildri vítaspyrnu. Dómarinn ætlaði ekki að dæma fyrst en þegar hann var búinn að líta sjálfur aftur á atvikið á myndbandi ákvað hann að dæma vítaspyrnu. Griezmann, sem á dögunum staðfesti að hann yrði áfram á Atletico fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi.


Ástralir gáfust ekki upp og voru búnir að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Samuel Umtiti gerðist sekur um heimskuleg mistök er hann handlék boltann innan teigs. Umtiti hélt líklega að hann væri kominn í körfubolta eða álíka íþrótt. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu en sleppti spjaldi á Umtiti. Hinn skeggjaði fyrirliði Ástralíu, Mile Jedinak, steig á punktinn og var öruggur. Þetta var fyrsta skot Ástrala á rammann í leiknum. Staðan aftur orðin jöfn í Kazan en hún var ekki lengi þannig.


Fjörið var nefnilega ekki búið í Kazan því á 80 mínútu skoraði Paul Pogba það sem reyndist vera sigurmark Frakklands. Þessi miðjumaður Manchester United átti skot sem fór af varnarmanni Ástralíu í slána og inn. Boltinn rétt fór yfir línuna.

Lokatölur 2-1 fyrir Frakklandi en Ástralir mega vera gífurlega stoltir af sinni frammistöðu í dag.

Hvað þýða þessi úrslit?
Frakkland er með þrjú stig og Ástralía er án stiga. Ástralía mætir Danmörku á fimmtudaginn næsta en sama dag spilar Frakkland við Perú í þessum C-riðli. Núna eftir rúman klukkutíma spilar Ísland við Argentínu. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner