lau 16. júní 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikstjórinn varði vítaspyrnu Messi!
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er áfram 1-1 í leik Íslands og Argentínu og það er Hannesi Þór Halldórssyni að þakka.

Hannes, markvörður Randers í Danmörku, varði vítaspyrnu frá Lionel Messi, einum besta fótboltamanni allra tíma.

Hannes giskaði á rétt horn og gjörsamlega át Messi ef svo má að orði komast. „HANNES VER VÍTASPYRNUNA FRÁ MESSSI!!!!! Fer í rétt horn og ver glæsilega," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net

Smelltu hér til að sjá Hannes verja vítið.

Þetta var fyrsta víti Argentínu á HM 2002, fyrsta vítið sem Messi tekur á HM en hann er svo sannarlega ekki besta vítaskytta í heimi.

























Athugasemdir
banner
banner
banner