lau 16. júní 2018 12:14
Arnar Daði Arnarsson
Spartak Stadium
Markmönnum beggja liða meinaður aðgangur á völlinn
Icelandair
Markmenn Argentínu meinaður aðgangur.
Markmenn Argentínu meinaður aðgangur.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði
Nú styttist heldur betur í leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Það tíðkast yfirleitt hjá liðum að markmenn beggja liða koma töluvert á undan öðrum leikmönnum til að byrja að hita upp.

Markmenn Argentínu mættu um 55 mínútum fyrir leik og ætluðu að hefja upphitun sína. Þeir voru hinsvegar stöðvaðir við hliðarlínuna og meinaður aðgangur.

Stuttu seinna mætti Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari ásamt markmönnum Íslands og þeir voru einnig meinaður aðgangur.

Nú 50 mínútum fyrir leik fengu þeir svo loks að koma inn á völlinn til að hita upp. Það er því ljóst að markmenn beggja liða verða vel heitir þegar flautað verður til leiks.

Leikur Íslands og Argentínu er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner