Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 14:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg tölfræði Argentínu en hún skiptir ekki máli
Icelandair
Marki Alfreðs fagnað.
Marki Alfreðs fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan í hálfleik hjá Íslandi og Argentínu er 1-1. Sergio Aguero kom Argentínu yfir en Alfreð Finnbogason jafnaði.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Argentínumenn eru búnir að vera miklu meira með boltann, en eins og svo oft áður í leikjum Íslands skiptir það ekki máli. Argentína setti reyndar met, þeir voru með boltann 79,1% í fyrri hálfleiknum en það er met samkvæmt ESPN.

Samkvæmt ESPN hefur ekki neitt lið haldið boltanum jafnmikið og Argentína í einum fyrri hálfleik á HM í 50 ár.

Meira en 90% af sendingum Argentínu hafa verið heppnaðar.

Seinni hálfleikurinn er að fara að byrja, gera má ráð fyrir því að Argentína verði áfram mikið með boltann.



Athugasemdir
banner
banner
banner