Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   lau 16. júní 2018 17:24
Elvar Geir Magnússon
Raggi Sig viðurkennir mistök í markinu
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Þetta er ekki toppurinn. Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur, við hefðum kannski tekið þessi úrslit fyrir leikinn," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik landsliðsins á HM í Rússlandi.

„Við hefðum getað gert enn betur, þetta var fyrsti leikurinn og við spiluðum varnarsinnað, meira en við ætluðum okkur. Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu leikmenn í heimi. Við gerðum það sem þurfti til að ná í stig," sagði Raggi sem viðurkennir að það sé erfitt að kljást við svona heimsklassa leikmenn eins og eru í argentíska liðinu. Hann hafi til að mynda fundið fyrir því í markinu sem Sergio Aguero skoraði.

„Ég geri mistök í markinu. Ég reyni að fara í boltann í stað þess að standa með honum og ég missi hann hálft skref frá mér. Ég hreinlega skil ekki hvernig hann nær að troða þessum bolta upp í samskeytið. Þetta er munurinn sem við erum að tala um."

Raggi segist hafa liðið vel inn á vellinum og ekkert stress hafi verið í liðinu þrátt fyrir að Argentína hafi verið mikið með boltann í leiknum.

„Það er auðveldara að verjast svona heldur en að lenda einn á móti einum í einhverju kapphlaupi. Við í öftustu varnarlínunni eru mjög meðvitaðir í þessari stöðu. Þetta verður mjög mikið hlaup fyrir miðjumennina okkar. Ég held að við verðum að komast aðeins framar á völlinn og ná að spila meiri sóknarbolta í næsta leik svo strákarnir fyrir framan verða ekki búnir á því."

„Við höfum sýnt það hingað til að við getum unnið hverja sem er, við ætluðum okkur sigur í þessum leik en við tökum stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ragnar Sigurðsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner