Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo skoraði loksins í 45. tilrauninni
Þetta var fínasta aukaspyrna.
Þetta var fínasta aukaspyrna.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal og Spánn gerðu jafntefli á HM í Rússlandi í gær.

Leikurinn var sá besti á mótinu hingað til, var eiginlega stanslaus skemmtun allar 90 mínúturnar.

Ronaldo er þar með orðinn fyrsti leikmaður sögunnar til að skora á átta stórmótum á röð. En þótt að hann sé að skora á stórmótum þá er hann ekki endilega að skora mikið. Hann hafði til að mynda aðeins skorað þrjú mörk á HM áður en hann steig inn á völlinn á Sochi í gær. Nú er hann kominn með sex mörk.

Síðasta mark Ronaldo var stórglæsilegt og kom beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var aldrei að fara að gera neitt annað en að skora úr aukaspyrnunni enda ágætur spyrnumaður.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin: Magnað aukaspyrnumark Ronaldo

Athygli vekur samt að þetta er fyrsti mark Ronaldo úr aukaspyrnu á stórmóti. Þetta mark kom í 45. tilraun hans!

Athyglisverð tölfræði það.

Þess má geta að Ronaldo, sem er 33 ára, varð elsti leikmaðurinn í sögu HM til að skora þrennu, hann varð líka fyrsti leikmaðurinn á þessu Heimsmeistaramóti til að skora þrennu. Þetta var hans 51. þrenna á ferlinum.

Sjá einnig:
Ronaldo: Við erum ekki á meðal sigurstranglegustu liða



Athugasemdir
banner
banner